fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
433Sport

Ísland samþykkir Saint-Denis og Macolin tilskipanirnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. desember 2022 17:30

Frá höfuðstöðvum KSÍ / Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland hefur formlega samþykkt tilskipun Evrópuráðsins um öryggi og aðgengi að knattspyrnuleikjum og öðrum íþróttaviðburðum annars vegar (Saint-Denis tilskipunin), og hins vegar tilskipun Evrópuráðsins gegn hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum (Macolin tilskipunin).

Þetta kemur fram á vef KSÍ.

Ísland er 24. ríkið til að samþykkja Saint-Denis tilskipunina, sem tekur gildi hér á landi 1. febrúar 2023, og 8. ríkið til að samþykkja Macolin tilskipunina, sem tekur gildi hér á landi 1. apríl 2023.

Það var Ragnhildur Arnljótsdóttir, fastafulltrúi fastanefndar hjá Evrópuráðinu (á mynd), sem undirritaði tilskipanirnar fyrir hönd Íslands. Tilgangur tilskipana sem þessara er að samþætta og samræma ýmsa þætti eins og forvirkar aðgerðir, verklag og viðbrögð, og auka og efla samstarf milli landa.

Nánar á vef Evrópuráðsins

Um Macolin-tilskipunina

Um Saint-Denis tilskipunina

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Var öllum lokið eftir færslu í vikunni – Segir íslenska netverja fá allt of mikla og óverðskuldaða athygli

Var öllum lokið eftir færslu í vikunni – Segir íslenska netverja fá allt of mikla og óverðskuldaða athygli
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Manchester United búið að taka ákvörðun – Kveður eftir átta ár hjá félaginu

Manchester United búið að taka ákvörðun – Kveður eftir átta ár hjá félaginu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Vængbrotnir Eyjamenn fengu skell – KA með sigur

Besta deildin: Vængbrotnir Eyjamenn fengu skell – KA með sigur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hefur bætt á sig yfir 20 kílóum eftir að hafa hætt í vinnunni – Sjáðu ótrúlegan mun

Hefur bætt á sig yfir 20 kílóum eftir að hafa hætt í vinnunni – Sjáðu ótrúlegan mun