fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
433Sport

Fleiri HM-hetjur á blaði hjá Bayern Munchen

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 15. desember 2022 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bono, markvörðurinn sem hefur farið á kostum með landsliði Marokkó á Heimsmeistaramótinu í Katar, er í dag orðaður við Bayern Munchen.

Þýska stórveldið leitar að markverði til bráðabirgða í kjölfar þess að Manuel Neuer meiddist á skíðum og verður frá út tímabilið.

Sky Sports segir að Bayern horfi því til Bono, sem heillaði er Marokkó fór alla leið í undanúrslit HM og vann lið á borð við Spán og Portúgal á leið sinni þangað. Kappinn er á mála hjá Sevilla á Spáni.

Markvörðurinn Alexander Nubel er hugsaður sem langtímalausn í marki Bæjara, eftir að Neuer hverfur á braut. Sá er hins vegar á láni hjá Monaco.

Sem stendur er Sven Ulreich varamarkvörður Bayern en ekki er ljóst hvort félagið ætli að treysta á hann.

Bono gæti því verið lausn fyrir félagið.

Bayern er á toppi þýsku deildarinnar þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vissu af myndavélunum og buðu upp á leikrit sem plataði marga – Lentu í ‘harkalegum slagsmálum’

Vissu af myndavélunum og buðu upp á leikrit sem plataði marga – Lentu í ‘harkalegum slagsmálum’
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu þegar heimsfrægu mennirnir urðu sér til skammar fyrir framan alþjóð – Misstu hausinn og sáu rautt

Sjáðu þegar heimsfrægu mennirnir urðu sér til skammar fyrir framan alþjóð – Misstu hausinn og sáu rautt
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og Víkingur með sigra – Jón Þór sá rautt

Besta deildin: Vestri og Víkingur með sigra – Jón Þór sá rautt
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Útskýrir valið á Henderson – ,,Eitthvað sem enginn getur boðið okkur“

Útskýrir valið á Henderson – ,,Eitthvað sem enginn getur boðið okkur“