Neymar, leikmaður Brasilíu, hefur gefið í skyn að hann sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir liðið.
Neymar lék með Brasilíu á HM í Katar en liðið er úr leik eftir tap gegn Króatíu í vítaspyrnukeppni í gær.
Neymar hefur áður gefið í skyn að þetta væri hans síðasta stórmót og gæti hann nú einbeitt sér algjörlega að félagsliði sínu Paris Saint-Germain.
,,Ég er ekki að loka neinum dyrum þegar kemur að landsliðinu en ég lofa ekki 100 prósent að ég snúi aftur,“ sagði Neymar.
,,Ég þarf að taka minn tíma og hugsa um mín mál og hvað sé rétt fyrir mig og landsliðið.“