Undanfarið hefur Jack Grealish deilt gömlum myndum af sér á TikTok, aðdáendum til mikillar gleði.
Grealish, sem er leikmaður Manchester City og enska landsliðsins, er mikill sprelligosi og til í að skemmta fólki utan vallar.
Það er ein mynd sem hefur vakið sérstaka athygli. Þar er Grealish í búning sem Viddi úr Toy Story.
Aðdáendur hans eru hreinlega í kasti yfir myndinni.
Enska landsliðið undirbýr sig nú fyrir 8-liða úrslitin á Heimsmeistaramótinu í Katar. Er Grealish þar á meðal.
Liðið mætir Frakklandi í afar krefjandi leik á morgun. Hann hefst klukkan 19 að íslenskum tíma.