Hakim Ziyech hefur verið frábær með Marokkó á Heimsmeistaramótinu í Katar og vakið áhuga margra félaga.
Hinn 29 ára gamli Ziyech er á mála hjá Chelsea og er samningsbundinn þar til sumarsins 2025.
AC Milan á Ítalíu hefur hins vegar mikinn áhuga á kantmanninum og vill krækja í hann á láni í janúar, með möguleika á að kaupa hann svo fyrir þrettán milljónir punda. Það er Gazzetta Dello Sport á Ítalíu sem heldur þessu fram.
Ziyech þyrfti að taka á sig launalækkun til að ganga í raðir Milan.
Marokkó er komið alla leið í 8-liða úrslit HM og mætir þar Portúgal á laugardag.