Sendisveit frá Knattspyrnusambandi Íslands kannaði aðstæður fyrir ársþing sambandsins sem haldið verður á Ísafirði í febrúar á næsta ári. Þetta kemur fram í færslu frá sambandinu á samfélagsmiðlum.
Fulltrúar KSÍ sem gerðu sér ferð á Ísafjörð voru þau Klara Bjartmarz, Birkir Sveinsson og Ómar Smárason en ársþing KSÍ verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi þann 25. febrúar á næsta ári.
Sendisveitin skoðaði meðal annars aðstæður á Hótel Ísafirði og áttu fund með sviðstjóra skóla- og tómstundarsviðs bæjarins eftir því sem fram kemur í tilkynningu á heimasíðu Vestra.
Sendisveit frá KSÍ kannaði aðstæður fyrir ársþing KSÍ, sem verður haldið í íþróttahúsinu í Torfnesi á Ísafirði 25. febrúar næstkomandi. Frábærar móttökur, takk fyrir okkur! https://t.co/Pn5GJJ6cvD
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 8, 2022