Reece James, leikmaður Chelsea, hefur spilað gegn ófáum góðum leikmönnum síðan hann festi sig í sessi í London.
James er einnig enskur landsliðsmaður en meiðsli komu í veg fyrir að hann gæti spilað á HM í Katar.
James hefur leikið gegn leikmönnum á borð við Cristiano Ronaldo og Lionel Messi sem eru á meðal þeirra bestu í sögunni.
Hann var beðinn um að nefna þrjá erfiðustu andstæðinga sína á ferlinum og fá goðsagnirnar tvær ekki pláss.
,,Vinicius Junior, Rafael Leao og Sadio Mane,“ svaraðuj James.
Vinicius er leikmaður Real Madrid, Leao spilar með AC Milan og Mane gekk í raðir Bayern Munchen í sumar eftir dvöl hjá Liverpool.