Real Madrid er nálægt því að semja við undrabarnið Endrick, sem er á mála hjá Palmeiras í heimalandinu Brasilíu. Það er Fabrizio Romano sem segir frá þessu.
Endrick er aðeins sextán ára gamall. Hann skoraði þó þrjú mörk og lagði upp eitt í brasilísku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Hann spilaði aðeins um 300 mínútum í sjö leikjum.
Brasilíski táningurinn getur leyst allar stöðurnar fremst á vellinum.
Endrick hefur verið orðaður við fjölda stórliða í Evrópu en nú segir Romano að Real Madrid sé að klófesta hann.
Talið er að viðræður séu á lokastigi við bæði Palmeiras og Endrick sjálfan.
Real Madrid mun borga Palmeiras um 60 milljónir evra fyrir kappann.
Endrick á að baki fjóra leiki fyrir U-17 ára lið Brasilíu, þar sem hann hefur skorað fimm mörk.