Það er útlit fyrir það að Marcos Llorente, leikmaður Atletico Madrid, fái ekkert að spila á HM í Katar.
Frá þessu greinir Mundo Deportivo á Spáni en Llorente er hluti af spænska landsliðshópnum á HM.
Hingað til hefur Llorente ekkert fengið að spila og er það ákvörðun Luis Enrique, landsliðsþjálfara Spánar.
Enrique hefur alls ekki verið hrifinn af standi Llorente og telur hann ekki reiðubúinn í að spila leik í útsláttarkeppninni.
Llorente er mikilvægur leikmaður Atletico en samkvæmt þessum fregnum mætti hann í slöku standi til æfinga í Katar.
Næsti leikur Spánverja er á morgun í 16-liða úrslitum er liðið spilar við Marokkó.