Enska landsliðið er komið í 8-liða úrslit HM í Katar eftir leik við Senegal sem fór fram í kvöld.
England var ekki í miklum vandræðum í þessum leik og vann 3-0 með mörkum Jordan Henderson, Harry Kane og Bukayo Saka.
Raheem Sterling var ekki með í leikmannahópi Englands sem vakti athygli en fjarvera hans hefur nú verið útskýrð.
Heimili Sterling í London var rænt á meðan leikmaðurinn er í Katar og sneri hann aftur heim í kvöld.
Sterling vildi vera með fjölskyldu sinni á erfiðum tímum en vonast til að snúa aftir til Katar ef það hentar öllum aðilum.