Lionel Messi og félagar í argentínska landsliðinu þurfa á sigri að halda í kvöld á HM í Katar.
Messi gerir sér vonir um að vinna HM í fyrsta sinn á sínum ferli en Argentína spilar við Ástralíu í 16-liða úrslitum.
Argentína er fyrir leikinn talið mun sigurstranglegra og ætti með öllu að komast í næstu umferð.
Hér má sjá byrjunarlið kvöldsins.
Argentína: Martínez; Molina, Cristian Romero, Otamendi, Acuña; De Paul, Enzo Fernández, Mac Allister; Lionel Messi, Julián Álvarez, Papu Gómez.
Ástralía: Ryan, Degenek, Rowles, Souttar, Behich, Baccus, Mooy, Irvine, Leckie, Duke, McGree.