fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Furða sig á Dönum og öðrum í Katar – „Af hverju var þögn í ellefu ár og ellefu mánuði?“

433
Föstudaginn 2. desember 2022 14:35

Kasper Hjulmand er þjálfari Danmerkur. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landslið Danmerkur og Þýskalands voru áberandi í umræðunni um mannréttindamál í aðdraganda og í kringum Heimsmeistaramótið í Katar. Nú eru bæði lið dottin úr leik.

Því var velt upp í HM-hlaðvarpi íþróttadeildar Torgs (Fréttablaðsins og DV) hvort málin utan vallar hafi truflað.

„Við sáum Danina stíga fram snemma með Hummel með sér í liði í einhverju sem ég ætla að kalla markaðsstunti. Ef þú þarft að auglýsa hvað þú ert góður ertu ekki góður,“ segir Hörður Snævar Jónsson.

Helgi Fannar Sigurðsson tók til máls. „Ég ætla að vera svo einfaldur að segja að þú getir sinnt mannréttindamálmum og öðru slíku og staðið þig vel inni á vellinum. Aftur á móti held ég að það sé hægt að ofgera öllu. Þegar áherslan er komin of mikið á þennan þátt held ég að það geti haft áhrif.“

Hörður spyr sig af hverju löndin hafi ekki brugðist við fyrr.

„Það eru tólf ár síðan það var ákveðið að halda mótið þarna. Af hverju er verið að tromma allt upp núna? Danir og Þjóðverjar, af hverju var þögn í ellefu ár og ellefu mánuði? Af hverju var byrjað af krafti af þessu fyrir mánuði? Fyrir tíu árum hefði örugglega verið hægt að taka mótið af Katar ef menn hefðu verið á þeim buxunum.“

Helgi tekur í sama streng. „Ef það hefði verið alvöru afstaða hjá þjóðum eins og Englandi, Þýskalandi, Spáni, Brasilíu og fleiri. Ef þau hefðu sagt „við tökum ekki þátt í þessu rugli í Katar 2022“ hefði því aldrei verið leyft að gerast. Þetta er svo seint í rassinn gripið og hálfgerður leikþættur. Ef þú þarft að sýna heiminum hvað þú ert góður, eins og við sjáum oft á Twitter, þá veit ég ekki hversu mikið góðverkið er í grunninn.“

Aron Guðmundsson telur þetta hafa truflað.

„Ég var þvílíkt ánægður með Þjóðverja þegar ég sá þeir ákváðu að mótmæla í fyrsta leik. En í mínum bókum er það alveg öruggt að þetta hefur truflað liðið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“