fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
433Sport

Grétar Rafn lýsti því hvernig það er að starfa með Conte – Hegðun og hugarfar sem minnir á fleiri

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 7. nóvember 2022 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum landsliðs- og atvinnumaðurinn Grétar Rafn Steinsson er í veigamiklu hlutverki á bakvið tjöldin hjá stórliði Tottenham Hotspur. Hann ræddi það við Símann Sport í gær.

Í sumar var Grétar ráðinn sem svokallaður frammistöðu stjóri eða „performance director“ hjá félaginu. Hann hafði áður starfað á bakvið tjöldin hjá Everton og Fleetwood.

„Ég vinn með Fabio Paratici (yfirmanni knattspyrnumála) og fyrir hans hönd sé ég um njósnir, akademíuna, íþróttafræði, sjúkraþjálfun, umsjón með leikmönnum. Þetta er viðamikið,“ segir Grétar, sem lék á sínum tíma 126 leiki fyrir Bolton í ensku úrvalsdeildinni.

„Þetta snýr að öllu, við vinnum náið með leikmönnum. Allar deildir vinna að því sem gerist á vellinum.“

Tómar Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hjá Símanum Sport, bað Grétar um að lýsa Antonio Conte, stjóra Tottenham.

„Hann er frábær. Mikill stjóri og persónuleiki. Hann er mjög metnaðarfullur og smitar út frá sér inn í allt saman. Hann hefur það sem margir á hæsta stigi eru með, þessa hegðun og þetta hugarfar sem toppeinstaklingar hafa.

Hann og þetta umhverfi henta mér vel. Ég þrífst mjög vel í þessu. Pressan og kröfurnar sem hann setur og við setjum á okkur henta mér mjög vel og ég nýt þess að vera hér.“

Grétar segir starfið sem hann er nú í henta sér vel.

„Þetta er ekki mjög ósvipað því sem ég gerði hjá Everton eða Fleetwood. Þetta er eitthvað sem ég hef unnið við síðustu 8-9 ár. Ég hef menntað mig í þessu og nælt mér í reynslu síðustu ár. Kröfurnar eru miklar. Þetta er stærsta deild í heimi og hér vilja allir vera.

Ef þú ætlar að ná langt og á toppinn þá snýst þetta um hegðun og hugarfar. Það er agi, skipulag, þola að vera undir pressu og mæta á hverjum einasta degi. Að leggja sig fram á hverjum einasta degi í mörg ár leiðir til þess að fólk er á toppnum. Hvort sem það er Alfreð Gíslason, Conte eða (Carlo) Ancelotti, það hafa allir sömu hegðunina og hugarfarið sem þeir búa yfir.“

Nánar er rætt við Grétar hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United tilbúið að lækka verðið til að losna við Sancho

United tilbúið að lækka verðið til að losna við Sancho
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

City gerir sturlaðan samning við Puma – Sá stærsti í sögu fótboltans

City gerir sturlaðan samning við Puma – Sá stærsti í sögu fótboltans
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum fréttamaður RÚV birtir myndband frá Akranesi – Spyr hvenær reglurnar hafi breyst

Fyrrum fréttamaður RÚV birtir myndband frá Akranesi – Spyr hvenær reglurnar hafi breyst
433Sport
Í gær

Besta deildin: KR mistókst að skora í fyrsta sinn

Besta deildin: KR mistókst að skora í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu
433Sport
Í gær

Eftir erfitt sumar er Bayern farið að skoða varaskeifu Arsenal

Eftir erfitt sumar er Bayern farið að skoða varaskeifu Arsenal
433Sport
Í gær

Árni Freyr hættur með Fylki

Árni Freyr hættur með Fylki