Knattspyrnufélag ÍA og Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri félagsins hafa komist að samkomulagi um að Geir láti af störfum fyrir félagið á næstunni.
„Geir mun verða félaginu innan handar næstu mánuði. Stjórn félagsins þakkar Geir kærlega fyrir vel unnin störf,“ segir á vef ÍA.
Geir hefur starfað hjá ÍA síðustu ár en hann var lengi vel formaður KSÍ og náði miklum árangri í starfi þar.
Geir hafði áður starfað hjá KR en óvíst er hvað þessi reyndi rekstrarmaður tekur sér nú fyrir hendur.