Heilsu hins goðsagnakennda Pele hefur hrakað eftir að hann var lagður inn á sjúkrahús í Sao Paulo með bólgur um allan líkama.
Pele er í meðferð vegna krabbameins en meðferðin hefur ekki verið að skila tilætluðum árangri samkvæmt fréttum.
Pele var lagður inn á sjúkrahús í Brasilíu í gær en hann er sagður við mjög slæma heilsu og bólgurnar hafa haft áhrif á hjarta hans.
Eiginkona hans situr við hlið Pele sem er samkvæmt fréttum í Brasilíu að berjast fyrir lífi sínu þessa stundina.
Pele er einn fremsti knattspyrnumaður allra tíma en hann er 82 ára gamall. Hann á að gangast undir frekari rannsóknir í dag til að meta frekar vandamálið en líffæri hans eru mörg hver í ólagi vegna krabbameinsins og meðferðarinnar.