Trent Alexander-Arnold birti færslu á Twitter í dag þar sem hann setur inn myndbönd af sér í skotæfingu með enska landsliðinu.
Hinn 24 ára gamli Trent er staddur með Englandi á Heimsmeistaramótinu í Katar en hefur ekkert komið við sögu.
Þessi hægri bakvörður Liverpool hefur ekki verið í miklum metum hjá Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands.
Á myndböndunum sem Trent birtir á Twitter skorar hann með hverri spyrnunni á fætur annari fyrir utan teig. Það spyrja því margir sig hvort hann sé að senda Southgate skilaboð.
Færsluna sem um ræðir má sjá hér að neðan. Með því að smella á hana má sjá öll fjögur myndböndin sem Trent birtir.
Shooting practice 🎯 pic.twitter.com/lCQ1nsswxm
— Trent Alexander-Arnold (@TrentAA) November 28, 2022