fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Fyrsti leikmaðurinn sem Davíð Smári fær til Vestra – Þrír aðrir framlengja

Victor Pálsson
Laugardaginn 26. nóvember 2022 12:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vestri í Lengjudeild karla er búið að fá til sín fyrsta leikmanninn undir stjórn Davíðs Smára Lamude.

Þetta var staðfest í dag en Davíð Smári tók við liðinu eftir síðasta tímabil og vann áður hjá Kórdrengjum.

Vestri greindi frá því að þrír leikmenn væru búnir að framlengja samning sinn við félagið og mætti til leiks einn nýr leikmaður.

Elvar Baldvinsson kom til liðsins eftir dvöl hjá Þór Akureyri en hann var mikilvægur hluti af liði Þórs á síðustu leiktíð.

Tilkynning Vestra:

Um helgina skrifuðu þeir Aurélien Norest, Elmar Atli Garðarsson og Daníel Agnar Ásgeirsson allir undir nýja tveggja ára samninga.

Þá hefur Elvar Baldvinsson gengið til liðs við Vestra en hann skrifaði einnig undir tveggja ára samning.

Elvar sem er Húsvíkingur getur leikið bæði sem miðvörður og vinstri bakvörður. Hann spilaði 21 leik fyrir Þór Akureyri á síðasta tímabili. Við óskum strákunum til hamingju með nýja samninga og bindum miklar vonir við þá á komandi tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR

Jónatan segir það af og frá að hann vilji fara í KR
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir hluta af gagnrýni á Bellingham tengjast húðlit hans

Segir hluta af gagnrýni á Bellingham tengjast húðlit hans
433Sport
Í gær

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki
433Sport
Í gær

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim