fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Ronaldo sektaður um 173 milljónir?

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 14. nóvember 2022 13:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska götublaðið Metro heldur því fram að að Manchester United muni gefa Cristiano Ronaldo, leikmanni félagsins, himinnháa sekt fyrir viðtalið við Piers Morgan.

Ronaldo fór mikinn í viðtalinu og gagnrýndi United, stjórann Erik ten Hag og fleiri í kringum félagið harkalega.

Viðtalið þykir afar umdeilt og hafa margir gagrýnt Portúgalann fyrir það.

Það þykir nokkuð ljóst að Ronaldo vill komast frá United og ólíklegt að hann spili aftur fyrir félagið.

Samkvæmt frétt Metro mun United sekta Ronaldo um eina milljón punda fyrir viðtalið sem vinur hans Morgan tók.

Sóknarmaðurinn 37 ára gamli hefur verið í aukahlutverki hjá United á tímabilinu. Hann reyndi hvað hann gat til að komast í félag í Meistaradeild Evrópu í sumar en áhuginn virtist ekki vera til staðar á honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Howe virðist staðfesta brottför Isak

Howe virðist staðfesta brottför Isak
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Gyokores með tvennu í stórsigri

England: Gyokores með tvennu í stórsigri
433Sport
Í gær

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Í gær

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“