Breska götublaðið Metro heldur því fram að að Manchester United muni gefa Cristiano Ronaldo, leikmanni félagsins, himinnháa sekt fyrir viðtalið við Piers Morgan.
Ronaldo fór mikinn í viðtalinu og gagnrýndi United, stjórann Erik ten Hag og fleiri í kringum félagið harkalega.
Viðtalið þykir afar umdeilt og hafa margir gagrýnt Portúgalann fyrir það.
Það þykir nokkuð ljóst að Ronaldo vill komast frá United og ólíklegt að hann spili aftur fyrir félagið.
Samkvæmt frétt Metro mun United sekta Ronaldo um eina milljón punda fyrir viðtalið sem vinur hans Morgan tók.
Sóknarmaðurinn 37 ára gamli hefur verið í aukahlutverki hjá United á tímabilinu. Hann reyndi hvað hann gat til að komast í félag í Meistaradeild Evrópu í sumar en áhuginn virtist ekki vera til staðar á honum.