fbpx
Miðvikudagur 14.janúar 2026
433Sport

Gert að greiða Rooney 245 milljónir í málskostnað

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 4. október 2022 15:30

Coleen Rooney og Rebekah Vardy.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rebekah Vardy þarf að greiða Coleen Rooney 1,5 milljónir punda í málskostnað í kjölfar þess að hafa tapað meiðyrðamáli gegn henni í sumar.

Þetta varð niðurstaða í réttarsal í dag.

Rebekah er eiginkona Jamie Vardy, leikmanns Leicester og Coleen er eiginkona Manchester United-goðsagnarinnar Wayne Rooney.

Fyrir þremur árum síðan taldi Coleen sig hafa komist að því að Rebekah væri að leka upplýsingum um sig og sína í enska götublaðið The Sun. 

Coleen áttaði sig ekki á því hvers vegna svo mikið af fréttum af henni rataði í blaðið. Með nokkurs konar rannsókn komst hún að því að Rebekah væri að leka fréttunum og lét vita af því opinberlega.

Rebekah hefur ávalt neitað sök og höfðaði meiðyrðamál gegn Coleen, sem hún tapaði.

Af 1,5 milljón punda þarf Rebekah að vera búinn að greiða 800 þúsund pund strax 15. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Albert að fá liðsfélaga úr ensku úrvalsdeildinni

Albert að fá liðsfélaga úr ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United staðfestir ráðninguna á Carrick – „Munum gefa stuðningsmönnum þær frammistöður sem þeir eiga skilið að sjá“

United staðfestir ráðninguna á Carrick – „Munum gefa stuðningsmönnum þær frammistöður sem þeir eiga skilið að sjá“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirgefur Tottenham eftir fjóra mánuði í starfi – Á að mæta og hjálpa Alberti og félögum

Yfirgefur Tottenham eftir fjóra mánuði í starfi – Á að mæta og hjálpa Alberti og félögum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Alfreð ræðir nýtt starf sitt í Þrándheimi – „Það er lykillinn að þeim framförum sem við viljum ná“

Alfreð ræðir nýtt starf sitt í Þrándheimi – „Það er lykillinn að þeim framförum sem við viljum ná“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband: Furðuleg uppákoma á Englandi – Var snúið við á leið inn á völlinn

Myndband: Furðuleg uppákoma á Englandi – Var snúið við á leið inn á völlinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fletcher hafnaði því að vera í teymi Carrick

Fletcher hafnaði því að vera í teymi Carrick