fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Yfirlýsing frá Man Utd vegna Mason Greenwood

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. október 2022 18:18

Mason Greenwood og Cristiano Ronaldo / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Manchester hefur handtekið Mason Greenwood framherja Manchester United á nýjan leik og er hann nú í haldi lögreglu.

Greenwood var handtekinn í janúar grunaður um að hafa nauðgað og lamið fyrrum unnustu sína.

Nú er búið að kæra þennan fyrrum enska landsliðsmann en þetta kemur fram í enskum miðlum í dag.

Greenwood er ákærður fyrir tilraun til nauðgunar sem og að hafa ráðist að fyrrum kærustu sinni, Harriet Robson.

Robson, fyrrverandi kærasta leikmannsins, birti myndir af sér á Instagram síðu sinni með sprungna vör og aðra áverka sem hún sakar Greenwood um að hafa veitt sér snemma á þessu ári.

Greenwood hefur hvorki fengið að æfa né spila með United á meðan málið er til rannsóknar. Félagið þarf þó áfram að borga honum tugi milljóna í laun á mánuði.

Man Utd hefur nú gefið frá sér stutta yfirlýsingu eftir að fréttirnar bárust í dag. Þar staðfestir félagið ákærurnar og tekur fram að leikmaðurinn sé enn í banni vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Markavél á leið í Skírisskóg

Markavél á leið í Skírisskóg
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ungi karlmaðurinn lést af áverkum eftir alvarlegt bílslys

Ungi karlmaðurinn lést af áverkum eftir alvarlegt bílslys
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Oliver setur glæsilegt hús sitt í Vestmannaeyjum á sölu – Er búinn að skrifa undir í Króatíu

Oliver setur glæsilegt hús sitt í Vestmannaeyjum á sölu – Er búinn að skrifa undir í Króatíu
433Sport
Í gær

Fer í læknisskoðun hjá Liverpool í dag

Fer í læknisskoðun hjá Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Leikmenn Chelsea gefa hluta af bónusi sínum til fjölskyldu Jota

Leikmenn Chelsea gefa hluta af bónusi sínum til fjölskyldu Jota
433Sport
Í gær

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“
433Sport
Í gær

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu
433Sport
Í gær

PSG vann Ofurbikarinn eftir magnaða endurkomu

PSG vann Ofurbikarinn eftir magnaða endurkomu