fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Vonar að einhver verði nógu hugrakkur og komi út úr skápnum á HM

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. október 2022 16:56

Gary Lineker. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Goðsögnin Gary Lineker vonar innilega að einhverjir fótboltamenn verði nógu hugrakkir í næsta mánuði og koma út úr skápnum á meðan HM í Katar fer fram.

Það væri stór yfirlýsing en samkynhneigð er glæpur í Katar þar sem fólk lifir ekki eins frjálsu lífi og á mörgum öðrum stöðum.

Það er því miður ekki algent að knattspyrnumenn komi út úr skápnum og fela flest allir samkynhneigð sína vegna ótta.

Lineker er fyrrum landsliðsmaður Englands en hann vonast til að fá gleðifréttir á meðan HM fer fram og vonar að einhver sé nógu hugrakkur til að taka skrefið.

,,Það væri frábært ef einn eða tveir af þeim myndu koma út úr skápnum á meðan HM gengur yfir. Það væri magnað,“ sagði Lineker.

,,Ég veit fyrir víst að einhverjir hafa verið nálægt því og íhugað að gera það. Það eru nokkrir sem ég veit um en það er ekki fyrir mig að segja hverjir þeir eru.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Markavél á leið í Skírisskóg

Markavél á leið í Skírisskóg
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ungi karlmaðurinn lést af áverkum eftir alvarlegt bílslys

Ungi karlmaðurinn lést af áverkum eftir alvarlegt bílslys
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Oliver setur glæsilegt hús sitt í Vestmannaeyjum á sölu – Er búinn að skrifa undir í Króatíu

Oliver setur glæsilegt hús sitt í Vestmannaeyjum á sölu – Er búinn að skrifa undir í Króatíu
433Sport
Í gær

Fer í læknisskoðun hjá Liverpool í dag

Fer í læknisskoðun hjá Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Leikmenn Chelsea gefa hluta af bónusi sínum til fjölskyldu Jota

Leikmenn Chelsea gefa hluta af bónusi sínum til fjölskyldu Jota
433Sport
Í gær

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“
433Sport
Í gær

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu
433Sport
Í gær

PSG vann Ofurbikarinn eftir magnaða endurkomu

PSG vann Ofurbikarinn eftir magnaða endurkomu