fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Of veikburða fyrir deildina og rífur í lóðin þrisvar í viku – ,,Ég þarf að vinna í þessu“

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. október 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fabio Vieira, leikmaður Arsenal, rífur í lóðin þrisvar í viku til að komast í takt við aðra leikmenn ensku úrvalsldeildarinnar.

Vieira kom til Arsenal í sumar en hann hefur aðeins byrjað einn leik í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa spilað áður í Portúgal.

Vieira er ekki þekktur fyrir styrk sinn á vellinum en hann er að vinna í því og ætlar að gerast leikmaður sem er nothæfur í úrvalsdeildinni.

Hingað til hefur hann fengið tækifæri í Evrópudeildinni eftir að hafa kostað 30 milljónir punda frá Porto.

,,Þetta er öðruvísi á Englandi en í Portúgal. Deildin hér er sterkari líkamlega. Ég þarf að vinna í þessu og ég lofa að það sé það sem ég geri. Þrisvar í viku þá er ég í ræktinni,“ sagði Vieira.

,,Það er kominn tími á að hjálpa liðinu að komast á næsta stig, að leggja sig fram á hverjum degi því við erum í fyrsta sæti og þurfum að halda þessu gengi áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Í gær

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu