fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Öskraði á 12 ára krakka á meðan konan bankaði á dyrnar – ,,Á þessum tímapunkti ákvað ég að þetta væri búið“

433
Laugardaginn 15. október 2022 11:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var tölvuleik að kenna að fyrrum enski landsliðsmaðurinn Peter Crouch ákvað að leggja skóna á hilluna.

Crouch segir sjálfur frá þessu en hann spilaði leikinn Call of Duty mikið undir lok ferilsins áður en skórnir fóru í hilluna fyrir þremur árum.

Undir lok ferilsins var Crouch djúpt sokkinn í þennan tölvuleik og hafði það áhrif á eiginkonu hans Abbey Clancy sem var alls ekki ánægð með heimilislífið.

Crouch var að sinna litlu öðru en sjálfum sér á þeim tímapunkti og ákvað að rétti tíminn væri kominn á að einbeita sér meira að fjölskyldulífinu.

Crouch er fyrrum landsliðsmaður Englands og lék með liðum eins og Tottenham og Liverpool.

,,Ferillinn tók enda þegar Abb var læst úti og ég var upptekinn að spila Call of Duty. Ég var með heyrnartólin á mér og míkrafóninn og hún komst ekki inn, ég hafði enga hugmynd,“ sagði Crouch.

,,Ég öskraði og sagði fólki að passa sig, að handsprengja væri á leiðinni. Hún hafði verið fyrir utan í langan tíma og bankaði á dyrnar. Hún fór svo til nágrannana og komst inn þar.“

,,Ég sat ennþá þarna í dimmu herbergi með heyrnartólin á mér og sagði 12 ára krökkum að vernda mig í leiknum.“

,,Þessi svipur sem hún gaf mér, eins og ég væri mesti aulinn. Á þessum tímapunkti ákvað ég að þetta væri búið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Í gær

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu