fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Metnaðarfullur Davíð Smári Lamude gæti slegið í gegn á Ísafirði

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 15. október 2022 14:15

Davíð Smári Lamude (til vinstri) fyrrum þjálfari Kórdrengja © 365 ehf / Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði nýkrýndu Íslandsmeistaranna í Breiðablik var gestur í Íþróttavikunnni með Benna Bó þessa vikuna ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs.

Davíð Smári Lamude er hættur sem þjálfari Kórdrengja eftir magnaðan árangur liðsins undir hans stjórn. Hann var á fimmtudaginn tilkynntur sem nýr þjálfari Lengjudeildarliðs Vestra.

Benedikt Bóas, þáttastjórnandi Íþróttavikunnar spurði bara hreint út hvað yrði um Kórdrengi þar sem félagið þekkir ekki líf án Davíðs Smára við stjórnvölinn.

„Maður hefur bara þekkt Kórdrengi sem liðið hans,“ segir Höskuldur um stöðuna hjá Kórdrengjum. „Þetta kemur smá á óvart í fótboltaheiminum en kannski var fínt fyrir alla að láta leiðir skilja eftir svona langt samband.“

Hörður Snævar segir Kórdrengi í grunninn vera fjórðu deildar félag.

„Það er engin umgjörð í kringum þetta nema bara liðið. Davíð Smári hefur verið þjálfari, búningastjóri, framkvæmdarstjóri, hann hefur þurft að græja völlinn. Hann hefur séð um allt félagið.

Davíð langi að prófa að vera bara þjálfari núna og Hörður telur þetta frábæra ráðningu fyrir Vestra.

„Ég hef setið nokkur þjálfaranámskeið hjá KSÍ með Davíð Smára og flestir sem mæta á námskeið á þessum fyrstu stigum eru svona hálf dottandi í tímum en Davíð var á þeim tíma bara að sjúga í sig allt sem hægt var að ná úr þessum námskeiðum.

Ég fann bara hvað það bjó mikill metnaður í honum. Frá þeim tíma hef ég haft mikla trú á honum í þjálfarastarfinu “

Benedikt Bóas telur að ungir metnaðarfullir leikmenn gætu horft til Ísafjarðar núna.

„Það hlýtur að vera geggjað að fara á Ísafjörð. Vera bara með Davíð, flytja aðeins frá Hótel Mömmu og prófa þetta.“

Höskuldur tekur undir þau orð Benedikts og segist sjálfur hafa verið nálægt því að semja við BÍ/Bolungarvík, nú Vestra árið 2014.

„Þá fórum við Gísli Eyjólfs á trial. Ég hef bara góða hluti um Vestfirðina að segja og sömuleiðis um Davíð. Maður heyrir bara það af honum að hann virðist vera gífurlega metnaðarfullur þjálfari.“

Nánari umræðu um Kórdrengi, Vestra og Davíð Smára má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Í gær

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
Hide picture