fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Með jafn mörg mörk og Haaland en enginn veit hver hann er – ,,Ég vil vera á undan honum“

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. október 2022 13:02

Mynd: Notts County

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru fáir sem hafa byrjað tímabil sitt jafn vel og Erling Haaland sem spilar með Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.

Haaland kom til Englandsmeistarana frá Borussia Dortmund í sumar og er með 15 mörk hingað til sem er ótrúlegur árangur.

Það er þó einn leikmaður á Englandi sem ætlar að halda í við markaskorun Haaland og ber hann nafnið Macaulay Langstaff.

Langstaff er 25 ára gamall og hefur skorað 15 mörk líkt og Haaland en hefur þó leikið fleiri leiki.

Haaland hefur skorað 15 mörk í aðeins níu leikjum á meðan Langstaff sem leikur með Notts County, hefur skorað 15 mörk í 12 leikjum.

Notts County er langt frá því að vera jafn gott lið og Man City en liðið spilar í fimmtu efstu deild í enska pýramídanum.

,,Að vera nefndur í sömu setningu og hann eru forréttindi, það er nokkuð gaman. Við erum nokkuð langt frá hvor öðrum í dag,“ sagði Langstaff.

,,Hann er í hæsta gæðaflokki og það er mín stefna að komast þangað. Ég vil skora eins mörg mörk og ég get og vera á undan honum. Ég verð ekki langt frá honum að lokum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu