fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Klopp vissi að svarið myndi pirra marga: ,,Enginn vill heyra þetta“

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. október 2022 12:11

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að það sé ekki möguleiki fyrir neitt lið að keppa við Englandsmeistara Manchester City á félagaskiptamarkaðnum.

Klopp og hans menn hafa verið frábærir undanfarin ár og veitt City mikla samkeppni en geta þó ekki borgað eins mikið fyrir leikmenn og þeir bláklæddu eða greitt eins há laun.

Klopp segir að City sé í sérflokki þegar komi að leikmannakaupum en liðið fékk til sín líklega besta framherja heims í sumar í Erling Haaland.

,,Þið verðið ekki hrifnir af mínu svari en þið eruð nú þegar með svarið. Enginn getur keppt við City,“ sagði Klopp.

,,Þú ert með besta lið heims og svo bætirðu við besta framherja heims, það skiptir engu máli hvað það kostar, þú gerir það bara.“

,,Ég veit að City mun ekki líka við að heyra þetta, enginn vill heyra þetta. Þið spurðuð spurninguna en þið vitið svarið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Markavél á leið í Skírisskóg

Markavél á leið í Skírisskóg
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ungi karlmaðurinn lést af áverkum eftir alvarlegt bílslys

Ungi karlmaðurinn lést af áverkum eftir alvarlegt bílslys
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Oliver setur glæsilegt hús sitt í Vestmannaeyjum á sölu – Er búinn að skrifa undir í Króatíu

Oliver setur glæsilegt hús sitt í Vestmannaeyjum á sölu – Er búinn að skrifa undir í Króatíu
433Sport
Í gær

Fer í læknisskoðun hjá Liverpool í dag

Fer í læknisskoðun hjá Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Leikmenn Chelsea gefa hluta af bónusi sínum til fjölskyldu Jota

Leikmenn Chelsea gefa hluta af bónusi sínum til fjölskyldu Jota
433Sport
Í gær

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“
433Sport
Í gær

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu
433Sport
Í gær

PSG vann Ofurbikarinn eftir magnaða endurkomu

PSG vann Ofurbikarinn eftir magnaða endurkomu