fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Hugarfarið til fyrirmyndar en eiginkonan mjög pirruð – Alltaf það sama í sjónvarpinu heima

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. október 2022 19:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Casemiro, leikmaður Manchester United, viðurkennir að hann pirri eiginkonu sína á þeirra heimili þar sem hann er alltaf að horfa á fótbolta þegar tækifærið gefst.

Casemiro gekk í raðir Man Utd frá Real Madrid í sumar en hann hefur lengi verið talinn einn besti varnarsinnaði miðjumaður heims.

Brasilíumaðurinn horfir á eigin leiki allt að fjórum sinnum og vill læra af eigin mistökum sem er mjög heilbrigt hugarfar.

Casemiro horfir ekki aðeins á eigin leiki en hann stillir á fótboltaleik mjög reglulega fyrir framan fjölskylduna.

,,Ég horfi mikið á tölfræðina og nýt þess. Ég held að ég horfi á mína eigin leiki þrisvar eða fjórum sinnum,“ sagði Casemiro.

,,Það er þannig sem þú lærir og þróar þinn leik, með því að leiðrétta mistök. Ég held að það sé það mikilvægasta, að halda áfram að þróa þinn leik.“

,,Ég horfi mikið á fótbolta, ég elska íþróttina. Eiginkona mín verður oft pirruð því það er alltaf fótbolti í sjónvarpinu heima. Þetta er mín ástríða og það er partur af því af hverju ég náði árangri. Ég elska fótbolta og elska að horfa á fótbolta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Í gær

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu