fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Efasemdarröddin í hausnum verður til þess að Höskuldur leggur allt í sölurnar

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 15. október 2022 16:00

. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði nýkrýndu Íslandsmeistaranna í Breiðablik var gestur í Íþróttavikunnni með Benna Bó þessa vikuna. Þar var meðal annars rætt um síðasta tímabil þar sem Blikarnir þurftu að horfa á eftir Íslandsmeistaratitlinum til Víkinga.

Tap Breiðabliks í næstsíðustu umferð á útivelli gegn FH sá til þess að titillinn rann þeim endanlega úr greipum.

„Þetta var ein vika sem við gáfum okkur í að sleikja sárin, vorkenna okkur,“ segir Höskuldur um vonbrigði síðasta tímabils. „Svo varð þetta bara að þráhyggju sem snerist um að gera betur á næsta tímabili og klára þetta árið á eftir.“

Þar hafi reynsla og stjórnunarhæfileikar Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara liðsins komið að góðum notum.

„Óskar sagði nú stuttu eftir þetta eitthvað á þá leið að: ‘Ekki er gott að vinna allt of snemmt’ og að vissu leiti komst þetta á það stig að það var ekkert erfitt að hvetja menn áfram. Óskar kom strax auga á þetta.

Klárlega tækluðum við þessa stöðu af mikilli fagmennstu líkt og sást bara í sumar.“

Höskuldur segist hins vegar margoft hafa hugsað með sér hvort blaðran myndi springa.

„Ég er með bullandi imposter-syndrome og það er eiginlega bara ástæðan fyrir því hversu mikið ég legg á mig. Þessi efasemdarrödd er alltaf viðloðandi og margoft var ég að velta því fyrir mér hvort þetta gæti farið á versta veg.“

Nánari umræðu um Breiðablik og Höskuld má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Markavél á leið í Skírisskóg

Markavél á leið í Skírisskóg
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ungi karlmaðurinn lést af áverkum eftir alvarlegt bílslys

Ungi karlmaðurinn lést af áverkum eftir alvarlegt bílslys
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Oliver setur glæsilegt hús sitt í Vestmannaeyjum á sölu – Er búinn að skrifa undir í Króatíu

Oliver setur glæsilegt hús sitt í Vestmannaeyjum á sölu – Er búinn að skrifa undir í Króatíu
433Sport
Í gær

Fer í læknisskoðun hjá Liverpool í dag

Fer í læknisskoðun hjá Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Leikmenn Chelsea gefa hluta af bónusi sínum til fjölskyldu Jota

Leikmenn Chelsea gefa hluta af bónusi sínum til fjölskyldu Jota
433Sport
Í gær

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“
433Sport
Í gær

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu
433Sport
Í gær

PSG vann Ofurbikarinn eftir magnaða endurkomu

PSG vann Ofurbikarinn eftir magnaða endurkomu
Hide picture