fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Fóru yfir strikið og buðu upp á smekklaust grín – Sky baðst afsökunar

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 13. október 2022 18:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sky Sports hefur neyðst til að biðjast afsökunar eftir atriði sem birtist á sjónvarpsstöðinni í vikunni.

Þar var grínistinn Elis James í aðalhlutverki en hann gerði grín að útliti Steve Cooper, stjóra Nottingham Forest og fékk mikla gagnrýni í kjölfarið.

James þykir hafa tekið grínið of langt en hann lék sjálfan sig rangeygðan og bauð upp á ansi móðgandi eftirhermu sem fór fyrir brjóstið á mörgum.

Samskiptamiðlar loguðu eftir þetta grín James en í senunni var hann að kynna Serge Aurier til leiks sem nýjan leikmann enska liðsins.

,,Hvernig í andskotanum hélt einhver að þetta væri góð hugmynd?“ skrifaði einn aðili á Twitter og bætir annar við að grínið hafi alls ekki verið fyndið heldur langt yfir strikið.

Atriðið var sýnt í Fantasy Football þætti Sky Sports sem hefur nú beðist afsökunar og viðurkennir að um slæmt grín hafi verið að ræða.

Í atriðinu var aðallega gert grín að viðskiptum Forest í sumar en félagið fékk til sín yfir 20 leikmenn eftir að hafa tryggt sæti sitt í ensku úrvalsdeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð

Samherji Stefáns Teits fær þungan dóm fyrir kynþáttaníð
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu