fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
433Sport

Sigurvin sneri baki við klæðnaðinum umtalaða – „Gráu gallarnir voru hættir að gefa og þá breytir maður“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 10. október 2022 17:45

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH vann afar mikilvægan 4-2 sigur á Leikni í fallbaráttunni í neðri hluta Bestu deildar karla í dag. Með sigrinum fer FH upp fyrir Leikni og er nú tveimur stigum frá fallsæti.

„Það er ekki hægt að neita því að þetta er léttir, en á sama tíma ætluðum við okkur að vinna og reiknuðum með að vinna. Við erum í keppni um að halda okkur í deildinni og þá telja þessi stig ofsalega mikið,“ segir Sigurvin Ólafsson, þjálfari FH, við 433.is eftir leik.

„2-0 fannst mér vera á leiðinni í 3-0 en þá kemur 2-1 upp úr engu. Það er alltaf högg að fá á sig mark, sérstaklega eftir okkar sumar.“

Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH,  skoraði þrennu í leiknum. „Þetta er móment til að stíga upp og sýna úr hverju maður er gerður. Matti er sannur leiðtogi sem stóð undir því.“

Tímabilið hefur verið ótrúlegt fyrir Sigurvin. Í upphafi sumars var hann þjálfari KV og í þjálfarateymi KR. Nú er hann aðalþjálfari stórliðs FH, eftir að Eiður Smári Guðjohnsen steig til hliðar á dögunum.

„Lífið er yndislegt. Það er gaman að takast á við það að hlutirnir breytist og breytist hratt. Í grunninn eru það strákarnir sem bjarga þessu. Ég er að byggja einhvern ramma og halda öllum góðum.“

Næsti leikur FH er á útivelli gegn Keflavík. „Með einhverjum göldrum þurfum við að breyta Keflavíkurvelli í Krikann, þannig að við náum í úrslit þar. Þó við höfum unnið í dag er þetta hvergi nærri búið.“

Sigurvin var í svartri hettupeysu á hliðarlínunni í dag. Gráir gallar hans og Eiðs hafa vakið mikla athygli í sumar.

„Gráu gallarnir voru hættir að gefa og þá breytir maður.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United á að hafa spurst fyrir um þrítugan miðjumann

United á að hafa spurst fyrir um þrítugan miðjumann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Setja miðjumann Aston Villa efstan á óskalista

Setja miðjumann Aston Villa efstan á óskalista
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Í forgangi hjá Liverpool að finna framherja – Óvænt nafn á blaði

Í forgangi hjá Liverpool að finna framherja – Óvænt nafn á blaði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Árni rekinn úr Árbænum í gær – Þetta er sagt hafa spilað stórt hlutverk í þeirri ákvörðun

Árni rekinn úr Árbænum í gær – Þetta er sagt hafa spilað stórt hlutverk í þeirri ákvörðun
433Sport
Í gær

Modric búinn að krota undir

Modric búinn að krota undir
433Sport
Í gær

Staðfestir félagaskipti til Arsenal

Staðfestir félagaskipti til Arsenal
433Sport
Í gær

Horfa til Arsenal ef Diaz kemur ekki

Horfa til Arsenal ef Diaz kemur ekki
433Sport
Í gær

Varð rennandi blautur í beinni útsendingu – Sjáðu skondið myndband

Varð rennandi blautur í beinni útsendingu – Sjáðu skondið myndband
Hide picture