Það er líklega ekki fjallað um neitt samband í knattspyrnuheiminum jafn mikið og samband Wanda Nara og framherjans Mauro Icardi.
Wanda hefur lengi verið eiginkona sem og umboðsmaður Icardi en þau eru saman á ný eftir skilnað í stuttan tíma.
Stuttu áður en Icardi færði sig til Tyrklands og samdi við Galatasaray var greint frá skilnaðinum og var það mál á allra vörum í dágóðan tíma áður en þau náðu sáttum.
Wanda hefur nú enn og aftur vakið athygli í fjölmiðlum og vill meina að fyrrum liðsfélagi Icardi hjá Inter Milan hafi reynt við sig árið 2014 en án árangurs.
Leikmaðurinn umtalaði er Pablo Osvaldo sem spilaði með Inter frá 2014 til 2015 en hann hefur lagt skóna á hilluna í dag og starfar sem tónlistarmaður.
Wanda og Osvaldo hittust á San Siro, heimavelli Inter, en þau sátu saman í VIP herbergi og horfðu á leik liðsins.
Wanda starfar sem dómari í sjónvarpsþætti í Argentínu þar sem hún fjallaði um málið en Osvaldo og Icardi voru aldrei nánir og náðu ekki vel saman á velli.