Enska stórliðið Chelsea er nú þegar byrjað að undirbúa sölu á framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang.
Frá þessu greinir Foot Mercato í Frakklandi og segir að Chelsea sé byrjað að ræða við franska stórliðið Paris Saint-Germain.
Aubameyang kom aðeins til Chelsea frá Barcelona í sumar en hann er fyrrum leikmaður Dortmund og Arsenal.
Aubameyang er 33 ára gamall og kostaði Chelsea 10 milljónir punda í sumarglugganum.
Líklegt er að framherjinn verði leystur af hólmi hjá Chelsea næsta sumar sem þurfti á einhverjum valmöguleika að halda í sókninni fyrir tímabilið.
Foot Mercato segir að Chelsea sé nú þegar byrjað að ræða við PSG um sölu á leikmanninum en hann gerði tveggja ára samning í London.