fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Besta deildin: ÍA hélt sér á lífi með góðum sigri – Breiðablik vann á Akureyri

Victor Pálsson
Laugardaginn 8. október 2022 15:58

Jason Daði. Fréttablaðið/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ÍA vann gríðarlega mikilvægan sigur í Bestu deild karla í dag er liðið spilaði við Fram á heimavelli sínum á Akranesi.

ÍA er að berjast fyrir lífi sínu í efstu deild og vann 3-2 sigur í dag og fékk sín 18. stig í fallbaráttunni.

Skagamenn eru nú tveimur stigum frá öruggu sæti en þar situr Leiknir með 20 stig. Í hinu fallsætinu er FH með 19 stig.

Breiðablik er þá í raun komið með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur á KA á Akureyri á sama tíma.

Blikar gerðu frábæra ferð norður og unnu 2-1 sigur þar sem Jason Daði Svanþórsson gerði sigurmarkið undir lok leiks.

KR vann svo stórleikinn í vesturbæ en liðið fékk Val í heimsókn og hafði betur 2-1 eftir að hafa lent undir.

ÍA 3 – 2 Fram
1-0 Eyþór Aron Wöhler(’15)
1-1 Albert Hafsteinsson(’24)
1-2 Guðmundur Magnússon(’37)
2-2 Ingi Þór Sigurðsson(’56)
3-2 Eyþór Aron Wöhler(’77)

KA 1 – 2 Breiðablik
0-1 Kristinn Steindórsson(’34)
1-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson(’85, víti)
1-2 Jason Daði Svanþórsson(’87)

KR 2 – 1 Valur
0-1 Aron Jóhannsson(’64)
1-1 Ægir Jarl Jónasson(’69)
2-1 Stefan Alexander Ljubicic(’93)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“