Íslenska kvennalandsliðið mætir því portúgalska í úrslitaleik um sæti á HM í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.
Sigur í venjulegum leiktíma eða framlengingu mun duga Íslandi beint inn á HM.
Leikurinn fer fram ytra á þriðjudaginn kemur. Icelandair býður upp á sólahringspakkaferð á leikinn, þar sem innifalið er flug, miði á leikinn og rútuferðir til og frá velli.
Frá Icelandair
Komdu með stuðninginn og fljúgðu út á umspilsleik íslenska kvennalandsliðsins fyrir HM 2023!
Við mætum Portúgal í heimsborginni Porto þann 11. október þar sem örlög kvennalandsliðsins ráðast.
Við erum búin að setja saman pakkaferð með beinu leiguflugi til Porto, þar sem leikurinn fer fram.
Takmarkaður sætafjöldi er í boði – nú er að hrökkva eða stökkva-verð aðeins 69.900 á mann!
Lestu nánar um ferðina hér.