Lið Real Madrid lítur æ betur út og ef félaginu tekst að landa skotmörkum sínum fyrir næsta sumar verður byrjunarliðið ógnvænlegt.
Mirror tók saman hugsanlegt byrjunarlið Real Madrid fyrir næstu leiktíð, takist liðinu að klófesta skotmörk sín.
Miðjumaðurinn Jude Bellingham hefur til að mynda verið orðaður við spænska risann. Þessi 19 ára gamli leikmaður er þó einnig á óskalista flestra af stærstu félögum heims, þá einna helst Liverpool. Talið er nokkuð líklegt að hann fari frá félagi sínu, Borussia Dortmund, næsta sumar.
Þá er talið að Real Madrid vilji bæta sig í stöðu hægri bakvarðar, en þar er nú Dani Carvajal. Félagið vill fá Joao Cancelo í hans stað. Sá hefur farið á kostum með Manchester City undanfarin ár.
Loks hefur Real Madrid áhuga á Rafael Leao, afar spennandi sóknarmanni AC Milan, en hann gæti kostað yfir 100 milljónir punda.
Hér að neðan má sjá byrjunarliðið sem Mirror setti saman.