Meistaradeild Evrópu heldur áfram að rúlla í kvöld þegar þriðja umferð riðlakeppninnar hefst. Hér neðar má sjá leikjadagskránna og hvar má horfa á leikina.
Ensku liðin Liverpool og Tottenham verða í eldlínunni. Fyrrnefnda liðið tekur á móti Rangers og hið síðarnefnda heimsækir Frankfurt.
Þá er stórleikur á San Siro þegar Inter tekur á móti Barcelona.
Leikir kvöldsins
19:00 Liverpool-Rangers – A riðill (Viaplay)
19:00 Ajax-Napoli – A riðill (Viaplay)
19:00 Club Brugge-Atletico Madrid – B riðill (Stöð 2 Sport)
19:00 Porto-Leverkusen – B riðill (Viaplay)
16:45 Bayern-Plzen – C riðill (Stöð 2 Sport)
19:00 Inter-Barcelona – C riðill (Stöð 2 Sport)
16:45 Marseille-Sporting – D riðill (Viaplay)
19:00 Frankfurt-Tottenham – D riðill (Stöð 2 Sport)