Breiðablik 3 – 0 Stjarnan
1-0 Dagur Dan Þórhallsson(’12)
2-0 Gísli Eyjólfsson(’69)
3-0 Jason Daði Svanþórsson(’90)
Breiðablik var sannfærandi í Bestu deild karla í kvöld og var aldrei í hættu á að tapa stigum gegn Stjörnunni.
Blikar eru efstir í Bestu deildinni og voru fimm stigum á undan KA fyrir leikinn í kvöld á Kópavogsvelli.
Þeir grænklæddu eru nú aftur komnir með átta stiga forskot eftir öruggan 3-0 heimasigur.
Dagur Dan Þórhallsson gerði fyrsta mark leiksins fyrir Blika en það var eina mark fyrri hálfleiks.
Gísli Eyjólfsson og Jason Daði Svanþórsson bættu svo við mörkum fyrir heimamenn og var sigurinn ansi sannfærandi.