fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Yfirgaf Man City vegna Guardiola – ,,Nú er ég frjáls“

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. október 2022 10:00

Tavares ásamt Gabriel Jesus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabriel Jesus viðurkennir að hann hafi yfirgefið Manchester City í sumar vegna stjóra liðsins, Pep Guardiola.

Jesus var ekki lengur tilbúinn að samþykkja hlutverk sitt í liði Man City og horfir ekki á fótbolta sömu augum og Spánverjinn geðþekki.

Jesus var að lokum keyptur til Arsenal og segist vera að njóta lífsins undir nýrri leiðsögn á Emirates.

,,Málið var hvernig Guardiola skilur fótbolta og hvað hann vildi,“ sagði Jesus í samtali við ESPN.

,,Þetta var undir þér komið að samþykkja eða ekki, ef þú gerir það ekki þá er þér þakkað fyrir og þú leitar að nýrri áskorun.“

,,Ég samþykkti þetta um tíma en svo kom augnablik þar sem ég vildi meira fyrir sjálfan mig. Ég þakkaði honum fyrir, hann sýndi mér skilning og við héldum áfram.“

,,Þetta er öðruvísi hér hjá Arsenal, fótboltinn er öðruvísi – hér eru aðrir leikmenn og við spilum á annan hátt.“

,,Hjá Man City þá var þetta öðruvísi. Framherjinn snerti boltann ekki það mikið, þið sjáið það með því að horfa á leikina.“

,,Nú er ég frjáls á vellinum, ég get spilað fótbolta með bros á vör og reynir að gera mitt besta í hverjum leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“