Gabriel Jesus viðurkennir að hann hafi yfirgefið Manchester City í sumar vegna stjóra liðsins, Pep Guardiola.
Jesus var ekki lengur tilbúinn að samþykkja hlutverk sitt í liði Man City og horfir ekki á fótbolta sömu augum og Spánverjinn geðþekki.
Jesus var að lokum keyptur til Arsenal og segist vera að njóta lífsins undir nýrri leiðsögn á Emirates.
,,Málið var hvernig Guardiola skilur fótbolta og hvað hann vildi,“ sagði Jesus í samtali við ESPN.
,,Þetta var undir þér komið að samþykkja eða ekki, ef þú gerir það ekki þá er þér þakkað fyrir og þú leitar að nýrri áskorun.“
,,Ég samþykkti þetta um tíma en svo kom augnablik þar sem ég vildi meira fyrir sjálfan mig. Ég þakkaði honum fyrir, hann sýndi mér skilning og við héldum áfram.“
,,Þetta er öðruvísi hér hjá Arsenal, fótboltinn er öðruvísi – hér eru aðrir leikmenn og við spilum á annan hátt.“
,,Hjá Man City þá var þetta öðruvísi. Framherjinn snerti boltann ekki það mikið, þið sjáið það með því að horfa á leikina.“
,,Nú er ég frjáls á vellinum, ég get spilað fótbolta með bros á vör og reynir að gera mitt besta í hverjum leik.“