Valskonur tóku á móti Íslandsmeistaraskildinum eftir jafntefli sitt gegn Selfoss á heimavelli í lokaumferð Bestu deildar kvenna í dag.
Það var ljóst fyrir leikinn í dag að Valur væri Íslandsmeistari.
Unnur Dóra Bergsdótir kom gestunum yfir á 54. mínútu en Lára Kristín Pedersen jafnaði fyrir Val.
Hér að neðan má sjá myndir sem Anton Brink tók frá verðlaunaafhendingunni.