fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Arteta gefur sterklega í skyn að Arsenal ætli sér að krækja í Vlahovic

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 9. janúar 2022 12:53

Dusan Vlahovic. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn Dusan Vlahovic hefur undanfarið verið orðaður við Arsenal. Miðað við nýjasta viðtal Daily Mirror við Mikel Arteta, stjóra Arsenal, vill hann ólmur fá Vlahovic til félagsins.

Vlahovic er aðeins 21 árs gamall en er þrátt fyrir það einn heitasti bitinn á markaðnum í dag.

Framherjinn hefur á þessari leiktíð skorað 18 mörk í 20 leikjum fyrir Fiorentina.

,,Við verðum að nota hvern félagaskiptaglugga til fulls ef við ætlum að þróa leikmannahóp okkar. Við erum meðvituð. Edu (yfirmaður knattspyrnumála) og hans lið eru að leggja hart að sér því við vitum hvað þarf að gera. Hvort sem við gerum það í janúar eða næsta sumar kemur í ljós,“ sagði Arteta.

Á dögunum var sagt frá því að Vlahovic sjálfur væri ekki spenntur fyrir því að ganga til liðs við Arsenal. Ekki er ljóst hvort eitthvað sé til í því.

Ljóst er að Arsenal mun þó mæta samkeppni um Vlahovic sem er sjóðheitur um þessar mundir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil

Roy Keane baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þeim að líta í spegil
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp

Magnús Már gerir langan samning í Mosfellsbæ – Ætla beint aftur upp
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn

Ten Hag gæti verið að fá starfið þar sem hann blómstraði – Heitinga rekinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“

Þetta eru ástæðurnar tvær fyrir því að Ronaldo vildi ekki mæta í jarðarför Diogo Jota – „Ég finn ekki styrkinn til að brjóta það“