fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Giftu sig í laumi – Eiginkonan fyrirgaf framhjáhöld, partý með gleðikonum og lausaleiksbarn

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 3. janúar 2022 09:30

Walker og Kilner.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kyle Walker varnarmaður Manchester City og enska landsliðsins gifti sig á dögunum en athöfnin fór fram í laumi. Ensk blöð segja nú frá.

Walker og Annie Kilner giftu sig en þau hafa verið saman í fjórtán ár en með nokkrum hléum. Kilner hefur fyrirgefið Walker oft og mörgum sinnum,

Walker og Kilner eiga þrjú börn saman en ástin kviknaði þegar Walker var 17 ára og Kilner 15 ára. Bæði koma þau frá Sheffield en Walker er 31 árs í dag.

Kilner fyrirgaf Walker framhjáhald árið 2017 þegar Laura Brown sem er raunveruleikastjarna sagði frá ítrekuðu kynlífi þeirra. Notuðu þau yfirleitt Bentley bifreið Walker til að njóta ásta.

Walker var sparkað út af heimili þeirra en náði að sannfæra Kilner um annað tækifæri. Honum var svo sparkað út skömmu síðar þegar Walker barnaði Lauryn Goodman og fæddi hún barn þeirra.

Þá fór Walker og leigði sér íbúð og á síðasta ári var hann gómaður með tvær gleðikonur á heimili sínu. Þá var útgöngubann í Bretlandi og ekki mátti fá gesti í heimsókn vegna COVID-19.

Kilner fyrirgaf þetta og ákváðu þau að gifta sig á dögunum en það kom mörgum verulega á óvart.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hafnar því að hafa brotið kynferðislega gegn barni

Hafnar því að hafa brotið kynferðislega gegn barni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segja Reykjarvíkurborg þrengja að íþróttasvæði í Laugardalnum

Segja Reykjarvíkurborg þrengja að íþróttasvæði í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Real Madrid sagt skoða varnarmann Tottenham

Real Madrid sagt skoða varnarmann Tottenham
433Sport
Í gær

Framkvæmdir ganga hægt hjá Barcelona – Þurfa að fresta því að spila á heimavelli

Framkvæmdir ganga hægt hjá Barcelona – Þurfa að fresta því að spila á heimavelli
433Sport
Í gær

Grátbiður mömmu sína að hætta að ræða kynlífið sitt opinberlega

Grátbiður mömmu sína að hætta að ræða kynlífið sitt opinberlega