fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Mikilvægur sigur Norwich í fallbaráttunni

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 21. janúar 2022 22:05

Sargent fagnar í kvöld. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norwich vann mjög mikilvægan sigur á Watford í fallslag í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikið var á heimavelli síðarnefnda liðsins.

Watford stýrði leiknum að mestu í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér mörg færi. Staðan í hálfleik var markalaus.

Á 51. mínútu kom Joshua Sargent Norwich yfir með frábæru marki.

Hann var svo aftur á ferðinni á 74. mínútu þegar hann skoraði annað mark sitt með skalla.

Skömmu síðar nældi Emmanuel Dennis í sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Manni fleiri tókst Norwich að skora eitt mark í viðbót. Þá gerði Juraj Kucka, leikmaður Watford, sjálfsmark. Lokatölur 0-3.

Norwich fer með sigrinum upp fyrir Watford í 17. sæti deildarinnar. Liðið er með 16 stig, 2 stigum meira en Watford en hefur þó leikið tveimur leikjum meira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Líkur á að frúin sé pirruð – Þetta var afmæliskveðjan sem hún fékk

Líkur á að frúin sé pirruð – Þetta var afmæliskveðjan sem hún fékk
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Senda United og Newcastle þau skilaboð um að gleyma því að gera tilboð í janúar

Senda United og Newcastle þau skilaboð um að gleyma því að gera tilboð í janúar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ancelotti tók undrabarn Chelsea á beinið fyrir framan alla

Ancelotti tók undrabarn Chelsea á beinið fyrir framan alla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svanberg tekur við Tindastóli og á að koma liðinu aftur upp

Svanberg tekur við Tindastóli og á að koma liðinu aftur upp
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stríð blasir við í enska boltanum verði þetta samþykkt á föstudag

Stríð blasir við í enska boltanum verði þetta samþykkt á föstudag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Veltir því fyrir sér hvernig umræðan væri ef Arnar væri landsliðsþjálfari en ekki Arnar – „Ég vil ekki reka hann“

Veltir því fyrir sér hvernig umræðan væri ef Arnar væri landsliðsþjálfari en ekki Arnar – „Ég vil ekki reka hann“
433Sport
Í gær

Liverpool ætlar í kapphlaupið við spænsku risana af fullum þunga

Liverpool ætlar í kapphlaupið við spænsku risana af fullum þunga
433Sport
Í gær

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina