fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Telur að Rooney geti verið alveg jafn ánægður hjá Everton eins og hjá Derby – ,,Ekki auðveldar kringumstæður“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 10:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand, fyrrum liðsfélagi Wayne Rooneys hjá Manchester United og enska landsliðinu, segir það ekkert gefið að Wayne Rooney muni taka við Everton ef honum býðst starfið. Hann sé á góðri vegferð með Derby þrátt fyrir afleita stöðu félagsins utan vallar.

Rooney er talinn vera einn af þeim sem koma til greina í starf knattspyrnustjóra Everton en Spánverjinn Rafa Benítez var á dögunum rekinn úr starfi.

,Ég tel að Rooney muni vera alveg jafn ánægður með að vera áfram hjá Derby eins og hann myndi vera ef hann tæki við Everton. Hjá Derby getur hann unnið magnað afrek með því að halda liðinu uppi á mjög erfiðum tímum. Hjá Everton væri hann að taka við stjórnartaumunum hjá uppeldisfélagi sínu,“ sagði Rio Ferdinand, fyrrum liðsfélagi Rooneys hjá Manchester United í þætti sínum Vibe with Five.

,,Ef hann fer til Everton, þá getur komið upp sá möguleiki að hann horfi til baka og hugsi með sér ‘það hefði verið gaman að klára verkefnið sem ég byrjaði á’ en fótboltinn er mjög ósérhlífinn og hraður leikur. Hvað gerist til dæmis ef dæmið gengur ekki upp hjá Derby og falla?“ bætti Rio við.

Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano, var einnig gestur í þættinum og hann segir Roberto Martinez, landsliðsþjálfara Belgíu og fyrrum knattspyrnustjóra Everton, hafa verið efstann á blaði. Hann segir hins vegar engar líkur eins og staðan er núna að Martinez taki við stjórnartaumunum á Goodison Park.

,,Everton á nú í viðræðum við Rooney en einnig Frank Lampard, þetta eru ekki auðveldar kringumstæður fyrir félagið og þá einna helst í ljósi þeirrar staðreyndar að félagið seldi einn besta leikmann sinn, Lucas Digne, fyrr í félagsskiptaglugganum vegna þess að Rafa vildi losna við hann, þeir fengu inn annan leikmann vegna þess að Rafa vildi hann en nú er Rafa farinn,“ sagði Fabrizio Romano í þættinum Vibe with Five.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift