fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Er algjörlega úti í kuldanum – Boðinn hingað og þangað

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. janúar 2022 21:00

Mynd: Donny van de Beek/ Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búið er að bjóða Donny van de Beek, miðjumann Manchester United, til bæði Newcastle og Borussia Dortmund. Þetta segir í frétt Manchester Evening News.

Hinn 24 ára gamli van de Beek er algjörlega úti í kuldanum á Old Trafford. Hann kom til félagsins fyrir síðustu leiktíð.

Hollendingurinn hefur aðeins komið við sögu í 49 leikjum fyrir Man Utd. Jafnframt hefur hann aðeins leikið rúmar 37 mínútur að meðaltali í þessum leikjum.

Donny van de Beek í leik með Manchester United. Mynd/Getty

Einhverjir héldu að van de Beek fengi fleiri tækifæri hjá Ralf Rangnick, stjóra Man Utd, eftir brottrekstur Ole Gunnar Solskjær. Svo var þó ekki.

Talið er að Man Utd vilji lána leikmanninn frekar en að selja hann. Það er spurning hvort að Newcastle eða Dortmund bíti á agnið og sæki þennan miðjumann sem átti góðu gengi að fagna hjá Ajax fyrir komuna til Manchester.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guardiola í flokk með Ferguson

Guardiola í flokk með Ferguson
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“