fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
433Sport

Theodór Elmar nýtur þess í botn að búa aftur á Íslandi – „Það er kominn nýr neisti í mann“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. janúar 2022 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Theodór Elmar Bjarnason leikmaður KR var gestur í sjónvarpsþætti 433 á Hringbraut í gær. Elmar mætti heim til Íslands síðasta sumar eftir 17 ár í atvinnumennsku.

Elmar ætlar sér stóra hluti með KR í sumar en þessi 34 ára miðjumaður segist njóta þess í botn að vera mættur heim til Íslands.

,,Maður er kominn aftur með ánægjuna á því að spila fótbolta aftur, ekki að hún hafi eitthvað horfið en það er bara miklu skemmtilegra þegar að maður er að gera þetta hérna heima í klefanum á Íslandi og spila fyrir lið sem maður brennur fyrir. Það er kominn nýr neisti í mann og ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu,“ sagði Elmar í þættinum.

video
play-sharp-fill

Elmar er atvinnumaður á Íslandi, hann segist sjaldan eða aldrei hafa hugsað jafn vel um sig eins og núna. „Ég hugsa að ég hafi aldrei verið eins professional eins og akkúrat núna. Ég set stefnuna á að vera einn af bestu mönnum mótsins á næsta tímabili og vinn þannig í vetur.“

KR-ingar enduðu í þriðja sæti Íslandsmótsins á síðustu leiktíð en Elmar telur liðið klárt í að vinna þann stóra í ár.

,,Við munum keppa um titilinn, það er enginn efi hjá mér og leikmannahópnum þótt við séum aðeins undir í umræðunni eins og staðan er núna. Það eru mistök þeirra sem vanmeta KR en ég veit að við verðum þarna við toppinn, það eru fleiri lið þarna sem hafa styrkt sig en ég hef trú á því að við munum standa uppi sem sigurvegarar.“

Elmar lék í Skotlandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Tyrklandi og Grikklandi á ferli sínum úti. UNdir lok ferilsins á erlendri grundu var hann í Tyrklandi þar sem margt skrautlegt kom fyrir.

,,Þetta er bara allt annar heimur, sérstaklega þarna úti í Tyrklandi. Maður vissi svo sem hvað maður væri að fara út í en þetta var ævintýri. Ég hefði alveg verið til í að vera lengur í Tyrklandi en efnahagurinn þar er bara eins og hann er, fyrir hafði verið erfitt fyrir mig að fá launin mín en það var kominn tími til að segja bless þar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Goðsögn handtekin um helgina

Goðsögn handtekin um helgina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir

Þorsteinn spurður út í háværar sögusagnir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea

Arsenal óvænt farið að eltast við kantmann Chelsea
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega

Þjálfari Finna ræddi hætturnar í liði Íslands og nefndi Sveindísi sérstaklega
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG

United hefur áhuga á því að kaupa spænska miðjumann PSG
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða

Selfoss staðfestir komu Jóns Daða
Hide picture