fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Verður gönguferð í garðinum hjá Víkingi ef marka má veðbanka

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 30. september 2022 10:30

Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur Reykjavík er mun sigurstranglegri í úrslitaleik Mjólkurbikars karla gegn FH á morgun ef marka má veðbanka.

Liðin mætast í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli klukkan 16 á morgun.

Víkingur er ríkjandi meistari. Liðið vann ÍA í úrslitaleik í fyrra. Víkingur vann keppnina einnig 2019, þá einmitt gegn FH.

Bikarkeppnin var ekki kláruð árið 2020 vegna kórónuveirufaraldursins og getur Víkingur því í raun unnið bikarinn þriðja tímabilið í röð.

Samkvæmt Lengjunni er Víkingur mun sigurstranglegri á morgun. Stuðullinn á að lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar sigri er 1,6. Á meðan er stuðullinn á að FH beri sigur úr býtum 3,9.

Það er þó aldrei að vita hvað gerist í bikarúrslitaleik, eins og hefur gjarnan sýnt sig í gegnum tíðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“