Jurgen Klopp var í stuði á æfingu Liverpool í gær. Þar gerði hann grín að hári leikmanns síns.
Enska úrvalsdeildin er að snúa aftur úr landsleikjahléi. Liverpool er að leggja lokahönd á undirbúning sinn fyrir leik gegn Brighton á morgun.
Vinstri bakvörðurinn Kostas Tsimikas mætti til baka úr landsleikjahléi með snúð. Klopp hafði lítinn húmor fyrir því.
„Hvað þarftu mikinn pening til að ég fái að klippa þetta af?“ spurði stjórinn og uppskar mikinn hlátur.
„Ég hélt að Darwin (Nunez) hafi minnkað,“ bætti hann við og var í miklu stuði.
Myndband af þessu athæfi Klopp má sjá hér að neðan.
😂| Klopp on Tsimikas’ man bun: ‘How much money do you want to cut it off? At first I thought Darwin had shrunk!’ pic.twitter.com/6RdZB1dzzb
— The Kopite (@_TheKopite) September 29, 2022