Richarlison, leikmaður Tottenham og brasilíska landsliðsins mátti þola ógeðfellt kynþáttaníð í sinn garð á meðan að leik Brasilíu og Túnis stóð í gær.
Leikurinn fór fram á Parc des Prince leikvanginum í París.
Richarlison kom Brasilíu í 2-1 forystu á 19. mínútu og er hann fagnaði marki sínu var banana hent inn á völlinn í áttina að honum.
Richarlison svaraði þessu á besta mögulega hátt í leiknum með því að bæta við Stöð sendingu í leik sem endaði með 5-1 sigri Brasilíu.
Fred, liðsfélagi Richarlison hjá brasilíska landsliðinu og leikmaður Manchester United sag hvað var að eiga sér stað og sparkaði banananun í burtu.
Fyrir leik höfðu leikmenn Brasilíu lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn kynþáttaníð og setið fyrir á myndatöku þar sem liðið stóð saman og hélt á borða sem á stóð:
„Án svörtu leikmanna okkar væru þessar stjörnur ekki á búningnum.”
Stjörnurnar á búningi brasilíska landsliðsins tákna fjölda heimsmeistaratitla sem liðið hefur unnið í gegnum söguna.