Borussia Dortmund horfir til Liverpool þessa dagana og vill fá leikmann liðsins frítt næsta sumar.
Það er þýska blaðið BILD sem greinir frá þessu en leikmaðurinn umræddi er miðjumaðurinn Naby Keita.
Keita virðist ekki eiga framtíð fyrir sér á Englandi en hann var áður mjög góður fyrir RB Leipzig í Þýskalandi.
Hann er fáanlegur á frjálsri sölu eftir tímabilið og mun Dortmund reyna að ræða við hann strax í janúar.
Ólíklegt er að Keita skrifi undir nýjan samning á Anfield en Dortmund horfir á hann sem arftaka Jude Bellingham.
Bellingham er einn efnilegasti leikmaður heims og leikur á miðjunni en ahnn mun líklega kveðja Dortmund eftir tímabilið.