Pierre-Emerick Aubameyang var staddur á tískuvikunni í Mílanó um helgina.
Gabonmaðurinn naut landsleikjahlésins um helgina vel með því að skella sér til Ítalíu. Hann er leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, en hann kom þangað frá Barcelona fyrir tæpum mánuði síðan. Hann hefur áður leikið með Arsenal á Englandi.
Margar stjörnur voru á tískuvikunni í Mílanó. Aubameyang tók til að mynda mynd af sér með Kim Kardashian.
Þess má geta að Rúrik Gíslason var einnig á hátíðinni.
Hér að neðan má sjá myndir sem Aubameyang birti frá tískuhátíðinni. Þar á meðal er myndin með Kim.